Stundin
Stundin 12 Dec 2019
1
watermark logo

Reiðisímtali uppljóstrara lekið

 22163 Flettingar

Myndbandsupptöku af samtali Jóhannesar Stefánssonar, uppljóstrara í Samherjaskjölunum, við fyrrverandi eiginkonu hans hefur verið komið í dreifingu, gegn vilja hennar. Stundin birtir myndbandið hér í samráði við fyrrverandi eiginkonu hans, sem vill ekki vera dregin inn í Samherjamálið. Í þessari útgáfu hafa nöfn aðstandenda hennar verið fjarlægð, ólíkt fyrri útgáfu sem komið var í dreifingu af óþekktum aðila.

Jóhannes segist hafa verið í neyslu á þeim tíma sem myndbandið var tekið og sjái djúpstætt eftir því hvernig hann kom fram við þáverandi konu sína. Fyrrverandi eiginkona Jóhannesar segir að þau hafi náð sáttum 2017 og séu vinir í dag. Hún hafi gert þau mistök að deila myndbandinu með nokkrum aðilum á sínum tíma, þar á meðal starfsmanni Samherja.

Sýna meira
0 Athugasemdir sort Raða eftir

Facebook athugasemdir

Næsta myndband